Fundargerð úthlutunarnefndar 22.02.2016

  Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi 

 

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra

Fundargerð

  

2. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn mánudaginn 22. febrúar 2016, kl. 13:00, að Einbúastíg 2 á Skagaströnd.

Mætt til fundar:  Stefán Vagn Stefánsson, formaður, Jóhanna Magnúsdóttir, Lárus Ægir Guðmundsson, Leó Örn Þorleifsson og Ingileif Oddsdóttir.

Einnig sátu fundinn Björn Líndal Traustason, framkvæmdastjóri SSNV, Ingibergur Guðmundsson, starfsmaður SSNV og Sólveig Olga Sigurðardóttir, starfsmaður SSNV, sem ritar fundargerð.

Formaður nefndarinnar stýrði fundi.

 

Dagskrá:

1.    Umsóknir til Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra

Umsóknarfrestur um styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra rann út 15. febrúar sl. Alls bárust 145 umsóknir þar sem beðið var um rúmlega 200 milljónir í styrki. Til úthlutunar eru alls 69,4 milljónir, þar af 33 milljónir í styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 36,4 milljónir til menningarverkefna.

Fyrir nefndinni lá listi með öllum umsóknum og hafði hver og ein sitt númer. Nefndin fór yfir umsóknirnar og athugaði hvort öllum formskilyrðum væri fullnægt. Niðurstaðan var sem hér segir:

Umsóknum nr. 16066 og 16080 er vísað frá þar sem þær bárust eftir að umsóknarfrestur rann út.

Umsóknum nr. 16006, 16039, 16043, 16044, 16045, 16064, 16092 og 16112 er vísað frá þar sem staðfestingu/ar skráðra samstarfsaðila vantar eða bárust of seint.

Umsókn nr. 16046 er vísað frá bæði vegna formgalla og að staðfestingar tveggja samstarfsaðila bárust ekki.

Umsóknir nr. 16118 og 16145 vísað frá vegna formgalla í umsókn.

Þá voru þrjár umsóknir, 16052, 16053 og 16143, fluttar milli flokka vegna innihalds/efnis þeirra. 

  

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 15.15