Fundargerð úthlutunarnefndar 03.12.2018

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar 

 

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra

 

Fundargerð

 

19. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn mánudaginn 3. desember 2018, kl. 14:00, að Einbúastíg 2 á Skagaströnd.

Mætt til fundar:  Lárus Ægir Guðmundsson, formaður, Sigríður Svavarsdóttir, Þorsteinn Jóhannes Guðmundsson, Adolf H. Berndsen og Jóhanna Ey Harðardóttir.

Einnig sátu fundinn Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV og Ingibergur Guðmundsson og Sólveig Olga Sigurðardóttir, starfsmenn SSNV.

Formaður nefndarinnar stýrði fundi.

 

Dagskrá:

1.       Starfsreglur úthlutunarnefndar

Formaður fór yfir starfsreglur nefndarinnar.

 

2.       Hæfi/vanhæfi fulltrúa í úthlutunarnefnd

Farið yfir fyrirliggjandi gögn um hæfi/vanhæfi fulltrúa varðandi umsóknir sem liggja fyrir.

 

3.       Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra – umsóknir 2019

Alls bárust 109 umsóknir um styrki þar sem beðið var um tæpar 185 millj. kr. Til úthlutunar eru rúmar 65 millj. kr.

Nefndin fór yfir umsóknirnar og athugaði hvort öllum formskilyrðum væri fullnægt. Niðurstaðan var sem hér segir:

Umsóknir nr. 19018, 19023, 19032: Umsóknum vísað frá þar sem staðfestingar skráðra samstarfsaðila bárust ekki.

Umsókn nr. 19086: Umsókn vísað frá þar sem verkefnið er framkvæmt árið 2018.

Umsóknir nr. 19051, 19087, 19106: Umsóknum vísað frá þar sem hluti af texta í umsókn er á ensku.

Umsókn nr. 19067: Umsókn vísað frá þar sem umsækjandi er ekki með lögheimili á Norðurlandi vestra.  

Að því loknu var öðrum umsóknum vísað til umfjöllunar í viðkomandi fagráði.

Nefndin beinir því til fagráðs menningar að miða við 12.750.000 kr. í stofn- og rekstrarstyrki.

 

 4.       Verkferlar við mat á umsóknum

Farið yfir þá verkferla við mat á umsóknum sem fram koma í Verklags- og úthlutunarreglum 2019.

 

 5.       Dagsetningar næstu funda

Samþykkt að næsti fundur úthlutunarnefndar verði þriðjudaginn 15. janúar 2019, kl. 14:00, á Skagaströnd.

 

 6.       Önnur mál

Formaður sagði frá því að verkefni 2015-10 hafi verið fellt niður og styrkur afþakkaður.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16.40.

 

Ingibergur Guðmundsson

fundarritari