Fundargerð stjórnar 9.maí 2017

 Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi

 

Fundargerð  18. fundar stjórnar SSNV 9. maí 2017. 

Þriðjudaginn 9. maí 2017 kom stjórn SSNV saman til fundar á Sauðárkróki og hófst fundurinn kl. 09:30.

Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá:

  1. Fundargerð 17. stjórnarfundar SSNV dags. 7. apríl 2017
  2. Rekstur
  3. Sóknaráætlun
  4. Staða áhersluverkefna
  5. Samstarf við N4
  6. Erindi frá skíðadeild Tindastóls
  7. Fundargerðir
  8. Skýrsla framkvæmdastjóra
  9. Önnur mál

 

Afgreiðsla

1.      Fundargerð 17. stjórnarfundar SSNV dags. 07. apríl 2017.

Fundargerðin samþykkt.

 

2.      Rekstur.

Framkvæmdastjóri fór yfir rekstur fyrstu þriggja mánaða ársins. Reksturinn er í takt við rekstraráætlun ársins 2017.

 

3.      Sóknaráætlun.

Stjórn samþykkir að þeim auknu fjármunum sem Innanríkisráðuneytið hefur úthlutað til sóknaráætlunar landshlutans verði varið í áhersluverkefni og til rekstrar sóknaráætlunar.Stjórn lýsir óánægju með skiptingu fjármuna milli landshluta og felur framkvæmdastjóra að óska eftir fundi með ráðherra byggðamála vegna þess.  

 

4.      Staða áhersluverkefna

Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar skýrslu um stöðu áhersluverkefna áranna 2016 og 2017.

 

5.      Samstarf við N4

Framkvæmdastjóri lagði fram drög að samningi við sjónvarpsstöðina N4 og fór yfir verkefnið. Stjórn samþykkir að ganga til samninga við sjónvarpsstöðina N4 á forsendum samningsdraga og umræðna á fundinum. Stefán Vagn vék af fundi undir þessum lið.

 

6.      Erindi frá skíðadeild Tindastóls

Skíðadeild Tindastóls hefur óskað eftir styrk að fjárhæð 40.000.000 vegna framkvæmda á skíðasvæði félagsins. Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að vinna málið áfram og að kalla eftir viðbrögðum aðildarsveitarfélaga. 

 

7.      Fundargerðir.                       

Lagðar fram til kynningar:

 

Eyþing fundur stjórnar dags. 19. apríl 2017

SSA fundur stjórnar dags. 28. mars  2017

SSA fundur stjórnar dags. 18. apríl  2017

SASS fundur stjórnar dags. 6. apríl. 2017

SSS fundur stjórnar dags. 12. apríl. 2017

SSH fundur stjórnar dags. 6. mars 2017

SSH fundur stjórnar dags. 13. mars 2017

SSH fundur stjórnar dags. 3. apríl 2017

SSV fundur stjórnar dags. 8. mars 2017

Stýrihópur Stjórnarráðsins dags. 16. mars 2017

Samband íslenskra sveitarfélaga dags. 31. mars. 2017

 

8.      Skýrsla framkvæmdastjóra.

Flutt munnlega á fundinum.

 

9.      Önnur mál

Engin önnur mál komu fram á fundinum.  

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 11:30 

 

Stefán Vagn Stefánsson (sign.) 

Adolf H. Berndsen (sign.) 

Sigríður Svavarsdóttir (sign.) 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.) 

Valgarður Hilmarsson 

Björn Líndal Traustason (sign.)