Fundargerð stjórnar 28. nóvember 2017

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.

 

 Fundargerð  24. fundar stjórnar SSNV 28. nóvember 2017.

 

Þriðjudaginn 28. nóvember 2017 kom stjórn SSNV saman til fundar á Hvammstanga og hófst fundurinn kl. 09:30.

Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.

 

 

Dagskrá:

  1. Fundargerð 23. stjórnarfundar SSNV dags. 07. nóvember 2017
  2. Drög að skýrslu Mannvits „Mat á mögulegri uppbyggingu nýrrar iðnaðarstarfsemi í Austur – Húnavatnssýslu“
  3. Önnur mál

 

Afgreiðsla.

1.      Fundargerð 23. stjórnarfundar SSNV dags. 07. nóvember 2017.

Fundargerðin samþykkt.

 

2.      Drög að skýrslu Mannvits „Mat á mögulegri uppbyggingu nýrrar iðnaðarstarfsemi í Austur – Húnavatnssýslu“

Skýrslan rædd og ýmsar athugasemdir komu fram. Samþykkt að óska eftir fresti á skilum til 1. febrúar 2018 og að stjórn fundi með Mannviti og ANR.

 

3.      Önnur mál

a) Úrsögn úr fagráði atvinnuþróunar og nýsköpunar.

Framkvæmdastjóra hefur borist bréf frá Elínu Aradóttur þar sem hún biðst undan störfum í fagráði atvinnuþróunar og nýsköpunar. Erla Gunnarsdóttir skipuð í fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar í stað Elínar. Stjórn þakkar Elínu fyrir störf hennar í þágu samfélagsins og óskar henni velfarnaðar.

 

b) Umsögn um skýrslu starfshóps um rekstur flugvalla.

Samþykkt að senda umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

  

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 10:30

 

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

 

Adolf H. Berndsen (sign.)

 

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)

 

Valgarður Hilmarsson (sign.)

 

Björn Líndal Traustason (sign.)