Fundargerð stjórnar 20. febrúar 2018

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.

 

Fundargerð  26. fundar stjórnar SSNV 20. febrúar 2018.

 

Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 kom stjórn SSNV saman til fundar í Ljósheimum og hófst fundurinn kl. 17:00.

Mætt voru: Adolf H. Berndsen, Gunnsteinn Björnsson, Stefán Vagn Stefánsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.

 

 

Dagskrá:

 1. Fundargerð 25. stjórnarfundar SSNV dags. 9. janúar 2018
 2. Uppgjör við Brú lífeyrissjóð
 3. Kjörnefnd SSNV
 4. Skýrsla Mannvits um iðnaðaruppbyggingu á Norðurlandi vestra
 5. Persónuverndarlöggjöf
 6. Fjármálaáætlun ríkisins
 7. Samningur við Markaðsstofu Norðurlands
 8. Afdrif verkefna Norðvesturnefndar
 9. Staða millilandaflugs á Norðurlandi
 10. Fundargerðir
 11. Skýrsla framkvæmdastjóra
 12. Önnur mál

 

 

Afgreiðsla.

1.      Fundargerð 25. stjórnarfundar SSNV dags. 09. janúar 2018.

Fundargerðin samþykkt.

 

2.      Uppgjör við Brú lífeyrissjóð

Fyrir fundinum liggja drög að samkomulagi við Brú lífeyrissjóð vegna framlags í jafnvægissjóðs, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð vegna Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) annarsvegar og hins vegar vegna Menningarráðs Norðurlands vestra. Samkvæmt samningsdrögunum skuldbindur SSNV sig til að greiða Brú lífeyrissjóði 651.840 kr. vegna jafnvægissjóðs, 5.842.374 kr. vegna lífeyrisaukasjóðs og 628.540 kr. vegna varúðarsjóðs. Samtals 7.122.754 kr.

Vegna Menningarráðs Norðurlands vestra skuldbindur SSNV sig til að greiða 11.133 kr. í jafnvægissjóð.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að undirrita samkomulag við Brú lífeyrissjóð vegna skuldbindinga SSNV og vegna skuldbindinga Menningarráðs Norðurlands vestra og jafnframt að ganga frá greiðslum til Brúar lífeyrissjóðs vegna samkomulagsins.

 

3.      Kjörnefnd

Samkvæmt gr. 4.3 í samþykktum SSNV skal stjórn kjósa fimm manna kjörnefnd eigi síðar en 1. mars ár hver.

Stjórn skipar eftirtalin í kjörnefnd:

Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður, Margeir Friðriksson, Halldór G. Ólafsson, Jóhanna Magnúsdóttir, Elín Jóna Rósinberg

 

4.      Skýrsla Mannvits um iðnaðaruppbyggingu á Norðurlandi vestra

Skýrsludrög lögð fyrir og þau samþykkt.

 

5.      Persónuverndarlöggjöf

Framkvæmdarstjóri upplýsti um fræðslufund fyrir sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga sem fyrirhugað er að verði á Blönduósi þann 26. febrúar. Rætt um innleiðingu boðaðra breytinga á persónuverndarlöggjöfinni og mögulegt samstarf sveitarfélaganna við innleiðinguna sömuleiðis.

 

6.      Fjármálaáætlun ríkisins

Samþykkt að kanna kosti og kostnað við hagræna úttekt á landshlutanum.

 

7.      Samningur við Markaðsstofu Norðurlands

Lögð fram drög að samningi við Markaðsstofu Norðurlands, en samkvæmt honum greiðir SSNV 500 kr. á hvern íbúa landshlutans til Markaðsstofunnar. Stjórn samþykkir samningsdrögin og felur framkvæmdastjóra að undirrita samninginn.

 

8.      Afdrif verkefna Norðvesturnefndarinnar

Framkvæmdastjóri lagði fram, til kynningar, upplýsingar um afdrif þeirra verkefna sem ríkisstjórnin samþykkti í árslok 2015 að fengnum tillögum Norðvesturnefndarinnar.

 

9.      Staða millilandaflugs á Norðurlandi

Stjórn samþykkir eftirfarandi ályktun:

Með áframhaldandi vexti ferðaþjónustunnar er mikilvægt að umferð ferðamanna dreifist um landið.  Það er því mikilvægt að Akureyrarflugvöllur sé búinn þeim búnaði sem þarf til að geta mætt öllum þeim hindrunum sem upp geta komið, m.a. af veðurfarslegum ástæðum. Með þeirri vinnu sem unnin hefur verið í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélaga, um Norðurland sem áfangastað millilandaflugs, hefur verið lögð áhersla á að flugvöllurinn sé tilbúinn fyrir millilandaflug og rekstur hans sé tryggður.  Stjórn SSNV skorar því á stjórnvöld að tryggja fjármagn til kaupa á nauðsynlegum aðbúnaði fyrir Akureyrarflugvöll svo ekki þurfi í framtíðinni að vísa flugumferð frá Akureyri til Keflavíkur.  Í því sambandi bendir stjórn SSNV á mikilvægi þess að Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók verði byggður upp sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug og skorar stjórn SSNV á stjórnvöld að láta kanna kosti þess.

 

10.  Fundargerðir

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar:

 

Stjórn Eyþings dags. 26.01.2018.

Stjórn SSA dags. 11. desember 2017.

Stjórn SSA dags. 22. janúar 2018. 7

Stjórn SASS dags. 7. desember 2017.

Stjórn SASS dags. 11. janúar 2018.

Stjórn SASS dags. 2. febrúar 2018.

Stjórn SSH dags. 8. janúar 2018.

Stjórn SSS dags. 20. desember 2017.

Stjórn SSS dags. 28. desember 2017.

Stjórn SSS dags. 10. janúar 2018.

Stjórn SSV dags. 24. janúar 2018.

Stjórn FV dags. 15. desember 2017.

Stjórn FV dags. 18. janúar 2018.

Stjórn Samband ísl. sveitarfélaga dags. 26. janúar 2018.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál dags. 22. janúar 2018.

Stjórn NVB ehf. dags. 2. nóvember 2017.

 

11.  Skýrsla framkvæmdastjóra

Flutt munnlega á fundinum.

 

12.  Önnur mál

a)      Samstarf SSNV og ferðamálafélaga í landshlutanum

Rætt um samstarf SSNV og ferðamálafélaganna í landshlutanum. Framkvæmdastjóra falið að ræða við félögin um endurnýjun samstarfssamnings um starfsemi Fagráðs ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra í eitt ár. Framkvæmdastjóra veitt heimilt til að framlengja ráðningarsamning við ráðgjafa á sviði ferðamála til sama tíma.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 18:00

 

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

 

Adolf H. Berndsen (sign.)

 

Gunnsteinn Björnsson (sign.)

  

Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)

 

Valgarður Hilmarsson (sign.)

 

Björn Líndal Traustason (sign.)