Fundargerð stjórnar 17.janúar 2017

 Hér er hægt að nálgast fundargerðina sem pdf

 

Fundargerð  13. fundar stjórnar SSNV 17. janúar 2017.

 

Þriðjudaginn 17. janúar kom stjórn SSNV saman til fundar á Sauðárkróki og hófst fundurinn kl. 09:30.

 

Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá:

  1. Fundargerð 12. stjórnarfundar SSNV dags.  6. desember 2016.
  2. Uppgjör SFNV og Róta bs.
  3. Samningur við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
  4. Niðurstöður íbúakönnunar á Norðurlandi vestra.
  5. Starfsáætlun SSNV 2017.
  6. Áhersluverkefni 2017.
  7. Fundur EES og EFTA sveitarstjórnarvettvangs.
  8. Um Árósasamninginn
  9. Fundargerðir
  10. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  11. Önnur mál.

 

  Afgreiðsla

 

1.  Fundargerð 12. stjórnarfundar SSNV dags.  6. desember 2016.

Fundargerðin samþykkt.

 

2.  Uppgjör SFNV og Róta bs.

Stjórn samþykkti með tölvupósti í lok árs uppgjör milli SFNV og Róta. Uppgjörið var í samræmi við samþykktir ársþings 2013 og 2014 en til grundvallar þeim samþykktum lá fyrir samantekt Kristjáns Jónassonar endurskoðanda á því hvernig uppgjörið skildi fara fram. Uppgjör fór fram 30. desember 2016.

Stjórn staðfestir uppgjör SFNV og Róta.

 

3.  Samningur við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Samningur við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vegna iðnaðaruppbyggingar við Hafurstaði var undirritaður þann 16. des 2016. Undirritað eintak liggur fyrir fundinum. 

Stjórn staðfestir samninginn

 

4.  Niðurstöður íbúakönnunar á Norðurlandi vestra.

Helstu niðurstöður lagðar fram til kynningar.

 

5.  Starfsáætlun SSNV 2017.

Unnin hefur verið starfsáætlun fyrir SSNV vegna ársins 2017. Starfsáætlunin hefur m.a. að geyma dagsetningar stjórnarfunda, ársþings og haustþings.

Stjórn staðfestir starfsáætlunina.

 

6.  Áhersluverkefni 2017.

Framkvæmdastjóri leggur til að ráðist verði í 4 verkefni:

  • Svæðisskipulag Norðurlands vestra – fræðsla til sveitarfélaga og könnun á áhuga þeirra kr. 1.000.000
  • Samgönguáætlun (vegir, hafnir og önnur hefðbundin samgöngumannvirki auk gsm símasamband, ljósleiðaralagnir, hitaveitur og rafmagnsdreifing). Greining á mannvirkjunum, notkun, slysatíðni og annað sem skiptir máli tekið saman, kr. 2.400.000
  • Stuðningur við styrkþega Uppbyggingarsjóðs og Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs í formi sérfræðiráðgjafar kr. 3.500.000
  • Heildstæð rannsókn á heilbrigðisþjónustu í landshlutanum og samanburður við sambærilegan landshluta. kr. 3.500.000

 Stjórn samþykkir ofangreind verkefni.

 

7.  Fundur EES og EFTA sveitarstjórnarvettvangs

Gögn lögð fram til kynningar.

 

 

8.  Um Árósasamninginn

Gögn lögð fram til kynningar.

 

9.  Fundargerðir.

Lögð fram til kynningar

30. fundargerð stýrihóps Stjórnarráðsins.

 

Lögð fram til samþykktar

Fundargerð úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs dags. 9. des. 2016.

Fundargerð úthlutunarnefndar samþykkt 

                                                   

10.           Skýrsla framkvæmdastjóra.

Flutt munnlega á fundinum.

 

11.           Önnur mál.

a)      Starfsmannamál 

Framkvæmdastjóra veitt heimild til að framlengja tímabundinn  ráðningarsamning starfsmanns í eitt ár.

 b)     Fundargögn 

Á 24. ársþingi SSNV var því beint til stjórnar að fundargögn skildu send sveitarstjórnum og framkvæmdastjórum sveitarfélaga. Framkvæmdastjóri hefur sent gögn eftir fundi ásamt fundargerð. Stjórn beindi því til framkvæmdastjóra senda fundargögnin til ofangreindra aðila um leið og þau eru send á stjórnarmenn.

  

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 11:30

 

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

 

Adolf H. Berndsen (sign.)

 

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)

 

Björn Líndal Traustason (sign.)