Fundargerð stjórnar 13. júní 2017

 Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi

 

Fundargerð  19. fundar stjórnar SSNV 13. júní 2017.

Þriðjudaginn 13. júní 2017 kom stjórn SSNV saman til fundar á Blönduósi og hófst fundurinn kl. 09:30.

Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá:

  1. Fundargerð 18. stjórnarfundar SSNV dags. 9. maí 2017
  2. Fjárhagsáætlun 2018
  3. Samráðsvettvangur sóknaráætlunar
  4. Verkefnatillaga Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands
  5. Ungmennaráð SSNV
  6. Haustþing SSNV
  7. Fundargerðir
  8. Skýrsla framkvæmdastjóra
  9. Önnur mál

 

 Afgreiðsla

1.      Fundargerð 18. stjórnarfundar SSNV dags. 09. maí 2017.

Fundargerðin samþykkt.

 

2.      Fjárhagsáætlun 2018.

Samþykkt að byggja fjárhagsáætlun ársins 2018 á áætlun ársins 2017 að viðbættum þekktum breytingum á rekstrarkostnaði. Umræðan verður tekin áfram á næsta fundi stjórnar.

 

3.      Samráðsvettvangur sóknaráætlunar.

Stjórn samþykkir að kalla saman nýjan samráðsvettvang með endurnýjað umboð. Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að kalla samráðsvettvang til fundar í september.

 

4.      Verkefnatillaga Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands

Stjórn felur formanni og  framkvæmdastjóra að afla samstarfsaðila sem stutt gætu verkefnið fjárhagslega.

 

5.      Ungmennaráð SSNV

Stjórn felur framkvæmdastjóra að hefja undirbúning að stofnun ungmennaráðs SSNV.

 

6.      Haustþing SSNV

Ákveðið að haustþing verði haldið þann 20. október 2017 í Húnaþingi vestra. Þema haustþingsins verði „Framtíð landbúnaðar á Norðurlandi vestra“.

 

7.      Fundargerðir.

Lagðar fram til kynningar:

 

Eyþing fundur stjórnar dags. 15. maí 2017

SASS fundur stjórnar dags. 05. maí  2017

SASS fundur stjórnar dags. 31. maí  2017

SSS fundur stjórnar dags. 10. maí. 2017

SSH fundur stjórnar dags. 08. maí. 2017

SSV fundur stjórnar dags. 10. maí 2017

FV fundur stjórnar dags. 3. maí 2017

FV fundur stjórnar dags. 15. maí 2017

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Nv. dags. 5. maí 2017

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Nv. dags.23. maí 2017

Samband íslenskra sveitarfélaga dags. 19. maí 2017

Stýrihópur Stjórnarráðsins dags. 22. maí 2017

 

8.      Skýrsla framkvæmdastjóra.

Flutt munnlega á fundinum.

 

9.      Önnur mál

a)      Starfsmannamál rædd.

b)      Áhersluverkefni 2017 rædd.

c)      Ákveðið að fá fulltrúa Markaðsstofu Norðurlands á næsta fund.

d)      Samþykkt að stefna að því að stjórn og starfsmenn heimsæki önnur landshlutasamtök í haust.

e)      Næsti stjórnarfundur verði 22. ágúst.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 11:20

 

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

Adolf H. Berndsen (sign.)

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)

Valgarður Hilmarsson

 Björn Líndal Traustason (sign.)