Fundargerð 45. fundar stjórnar SSNV 4. júní 2019.

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.

 

Fundargerð 45. fundar stjórnar SSNV 4. júní 2019.

 

 

Þriðjudaginn 4. júní 2019 kom stjórn SSNV til fundar á Hvammstanga og hófst fundurinn kl. 14:00.

 

Mætt voru: Þorleifur Karl Eggertsson, Ragnhildur Haraldsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Stefán Vagn Stefánsson, Álfhildur Leifstóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Þorleifur Karl Eggertsson formaður setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá:

 

  1. Fulltrúar Markaðsstofu Norðurlands koma til fundar.
  2. Mat á framkvæmd sóknaráætlunar.
  3. Ferli við vinnu við gerð nýrrar sóknáráætlunar.
  4. Drög að nýjum samningi um sóknaráætlanir.
  5. Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
  6. Innviða og samgönguáætlun Norðurlands vestra.
  7. Ársskýrsla atvinnuþróunar SSNV fyrir árið 2018.
  8. Fundargerðir.
  9. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda.
  10. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  11. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1.      Fulltrúar Markaðsstofu Norðurlands koma til fundar.

Formaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands (MN), Baldvin Esra Einarsson og framkvæmdastjóri, Arnheiður Jóhannesdóttir, koma til fundar við stjórn og kynna starf MN.

 

Gestir viku af fundi að þessum lið loknum.

 

2.      Mat á framkvæmd sóknaráætlunar.

Lögð fram til kynningar skýrsla Evris um framkvæmd sóknaráætlunar á yfirstandandi samningstímabili. Almennt er framkvæmdin metin góð.

 

3.      Ferli við vinnu við gerð nýrrar sóknáráætlunar. 

Framkvæmdastjóri leggur fram drög að skipulagi vinnu við gerð nýrrar sóknaráætlunar unnið í samvinnu við KPMG. Stjórn samþykkir drögin.

 

4.      Drög að nýjum samningi um sóknaráætlanir.

Lögð fram til kynningar fyrstu drög að nýjum samningi um sóknaáætlanir.

 

5.      Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 

Lagt fram erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu varðandi lið C-14 á byggðaáætlun um samstarf safna – ábyrgðarsöfn. Framkvæmdastjóra falið að kanna áhuga sveitarstjórna á þátttöku í verkefninu.

 

6.      Innviða og samgönguáætlun Norðurlands vestra. 

Áður á dagskrá á 44. fundi stjórnar 14. maí 2019.

 

Á 27. ársþingi SSNV sem haldið var í Varmahlíð þann 5. apríl sl. var samþykkt að drög að innviða- og samgönguáætlun Norðurlands vestra skyldu send á sveitarstjórnir sveitarfélaganna á starfssvæðinu til umsagnar. Athugasemdafrestur var til 1. maí. Ein athugasemd barst frá umhverfis- og samgöngunefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar. Athugasemdin var í tveimur liðum. Annars vegar um mikilvægi þess að á áætluninni væri minnst á jarðgöng úr Fljótum yfir í Siglufjörð og hins vegar að Norðurstrandarleið yrði gert hærra undir höfði og sérstaklega nefnt mikilvægi sérstakra merkinga í tengslum við leiðina (brún upplýsingaskilti). Tekið hefur verið tillit til þessara ábendinga.

 

Stjórn samþykkir Innviða- og samgönguáætlun Norðurlands vestra með áorðnum breytingum og felur framkvæmdastjóra birtingu hennar og að senda hana til sveitarstjórnarmanna á starfssvæðinu, þingmanna kjördæmisins, umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, vegamálastjóra og annarra þeirra er málið varðar.

 

7.      Ársskýrsla atvinnuþróunar SSNV fyrir árið 2018. 

Lögð fram ársskýrsla atvinnuþróunar SSNV fyrir árið 2018 skv. ákvæði samnings samtakanna við Byggðastofnun um atvinnuþróun í landshlutanum. Skýrslan hefur verið send til Byggðastofnunar.

 

8.      Fundargerðir. 

Stjórn Eyþings, 20. maí 2019.

Stýrihópur stjórnarráðsins um byggðamál, 13. maí 2019.

Starfshópur um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi, 17. maí 2019.

 

9.      Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda. 

  1. Grænbók, stefna um málefni sveitarfélaga. Umsagnarfrestur til 11. júní.
  2. Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Umsagnarfrestur til 30. júní.

 

Framkvæmdastjóra falið að senda inn umsögn um verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í takt við fyrri umsagnir. Ekki þykir ástæða til umsagnar um önnur mál.

 

10.  Skýrsla framkvæmdastjóra. 

Flutt munnlega á fundinum.

 

11.  Önnur mál. 

Engin önnur mál komu fram.

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:30

 

Þorleifur Karl Eggertsson

 

Ragnhildur Haraldsdóttir

 

Valdimar O. Hermannsson

 

Stefán Vagn Stefánsson

 

Álfhildur Leifsdóttir

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir