Fundargerð Fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar 12.05.2015

Fundargerð

Fundur haldinn í Fagráði atvinnuþróunar og nýsköpunar þriðjudaginn 12. maí, kl. 16:00, á skrifstofu SSNV á Hvammstanga. Mætt voru: Leó Örn Þorleifsson, formaður, Hólmfríður Sveinsdóttir, Guðmundur Haukur Jakobsson, Gunnsteinn Björnsson, Elín Aradóttir og Sveinbjörg Pétursdóttir, starfsmaður fagráðsins.

Dagskrá fundar var eftirfarandi:

1.  Yfirlit yfir umsóknir sem bárust

Alls bárust 30 umsóknir um verkefnastyrki. Samtals var sótt um 94,5 milljónir króna en til úthlutunar eru rúmar 30 milljónir. Vakin var athygli á því að umsókn frá Blönduósbæ um Bíódísil barst eftir að umsóknarfrestur rann út og ákveðið að fagráðið leggi ekki mat á umsóknina. Enn fremur var vakin athygli á að ekki bárust staðfestingar um samstarf við verkefnið „lifandi Landslag“ og kemur fagráðið því ekki til með að leggja mat á hana.

2.  Verkferlar við mat á umsóknum

Rætt um fyrirkomulag varðandi yfirferð umsókna og mat á þeim.

3.  Reglur um vanhæfi

Farið yfir reglur um vanhæfi. Í framhaldi af því lýsti Hólmfríður Sveinsdóttir yfir vanhæfi á að meta umsókn nr. 28 frá Iceprótein, en Hólmfríður er framkvæmdastjóri Iceprótein. Guðmundur Haukur Jakobsson lýsti jafn framt yfir vanhæfi á að meta umsókn nr. 5, verkefnið „Seiðaeldisstöð á Blönduósi“, en fyrirtæki Guðmundur er samstarfsaðili verkefnisins.

4.  Önnur mál

Næsti fundur ákveðinn föstudaginn 22. maí, kl. 13:00, á skrifstofu SSNV á Hvammstanga.

Fundi slitið kl 17:10.

Sveinbjörg Pétursdóttir

 

Hér má nálgast fundargerð á PDF.