Vestnorden ferðakaupstefnan

Mynd © Seal travel
Mynd © Seal travel

Í síðustu viku fór Vestnorden ferðakaupstefnan fram á Akureyri, þar sem fulltrúar liðlega 100 erlendra ferðasöluaðila kynntu sér vöru- og þjónustuframboð fjölmargra ferðaþjónustuaðila frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Í aðdraganda kaupstefnunnar er jafnan boðið upp á kynnisferðir fyrir hina erlendu kaupendur og í einni slíkri ferð voru 12 þátttakendur frá 10 löndum á ferðinni á Norðurlandi vestra í tvo daga og kynntu sér ýmislegt af því, sem svæðið hefur upp á að bjóða. Seal travel á Hvammstanga annaðist skipulag ferðarinnar, sem var hluti af einu áhersluverkefni sóknaráætlunar um að kynna landshlutann fyrir erlendum og innlendum söluaðilum Íslandsferða á þessu ári og næsta.