Verkefni A. 18 á byggðaáætlun - vinnufundur

Starfsmenn SSNV sátu á dögunum vinnufund hjá Byggðastofnun vegna verkefnis A.18 á byggðaáætlun, skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis. Markmið verkefnisins er að íbúar landsins, óháð búsetu, hafi jafnt aðgengi að opinberri grunnþjónustu með bættum aðstæðum og tæknilausnum.


Fundurinn var liður í fyrsta þætti verkefnisins, að skilgreina hvað er opinber þjónusta. Í framhaldinu verða unnar tillögur um tæknilega framkvæmd og jöfnun kostnaðar við að sækja einstaka þætti þjónustu á vegum ríkisins og gerðar tillögur um það í langtímaáætlun eigi síðar en árið 2021.