Vel heppnuð ráðstefna um verslun á netinu - á netinu

Að undanförnu hefur kauphegðun tekið miklum breytingum og hefur sala á netinu færst í aukana. Í því felast tækifæri fyrir framleiðendur og söluaðila á landsbyggðinni. Það er hins vegar að mörgu að hyggja við uppsetningu árangursríkrar vefverslunar. Til að liðsinna aðilum sem eru að stíga þessi skref stóð SSNV fyrir vel heppnaðri ráðstefnu um verslun á netinu á dögunun. Þrír fyrirlesarar héldu erindi um viðfangsefnið auk þess sem spjallað var við aðila sem þegar hefur sett upp vefverslun.

 

  • Edda Blumenstein hélt erindi um Omnichannel hugmyndafræðina.
  • Hörður Ellert Ólafsson frá KoiKoi hélt erindi um þau skref sem þarf að stíga við uppsetningu vefverslana.
  • Viktor Margeirsson frá Mynto fjallaði um „vefverslunarkringluna“ sem í þróun er hjá fyrirtækinu og hvernig hún getur nýst í að koma vefverslunum á framfæri.
  • Ólína Björk Hjartardóttir eigandi snyrtistofunnar Eftirlæti sagði frá sinni reynslu við uppsetningu og rekstur vefverslunar.

 

Upptaka af ráðstefnunni er aðgengileg á facebook síðu SSNV.

 

Ráðgjafar SSNV eru til þjónustu reiðubúnir við einstaklinga og fyrirtæki á Norðurlandi vestra sem eru í þessum hugleiðingum sem og önnur viðfangsefni sem snúa að rekstri, áætlanagerð, nýsköpun o.fl. Nánari upplýsingar hér.