Vel heppnað þing á netinu

28. ársþing og 4. haustþing SSNV var haldið föstudaginn 23. október í fjarfundi. Er þetta í fyrsta skiptið sem þing samtakanna er haldið með þessum hætti og tókst framkvæmdin vel. Ársþingi samtakanna sem halda átti í apríl var frestað og ákveðið þegar líða tók á samkomutakmarkanir að halda árs og haustþing samhliða.

 

Auk hefðbundinna þingstarfa var ný stjórn kjörin til tveggja ára. Stjórnina skipa:

 

Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður, sveitarfélaginu Skagafirði

Álfhildur Leifsdóttir, sveitarfélaginu Skagafirði

Halldór Gunnar Ólafsson, sveitarfélaginu Skagaströnd

Anna Margrét Sigurðardóttir, Blönduósbæ

Þorleifur Karl Eggertsson, Húnaþingi vestra

 

Starfsfólk SSNV býður nýja stjórn velkomna til starfa.