Uppskeruhátíð Til sjávar og sveita

Uppskeruhátíð Til sjávar og sveita viðskiptahraðalsins fór fram föstudaginn 24. maí í Tjarnarbíói í Reykjavík. Þar kynntu forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem þátt tóku í hraðlinum verkefni sín. Pure Natura á Sauðárkróki var eitt fyrirtækjanna í hraðlinum og hélt Hildur Þóra Magnúsdóttir kynningu á hugmyndafræðinni á bak við fyrirtækið og framtíðarsýn þess. Skemmst er frá því að segja að Hildur Þóra stóð sig frábærlega eins og reyndar öll fyrirtækin sem kynntu sína starfsemi.

Nánari upplýsingar um viðskiptahraðalinn Til sjávar og sveita má finna hér: https://www.tilsjavarogsveita.is/

 

Pure Natura hefur notið styrkja úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.