Undirritun á þjónustusamning við Hvítárós

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SV) undirrituðu á dögunum þjónustusamning við Hvítárós ehf. um uppfærslur og viðhald á gagnagrunni sem fyrirtækið hefur sett upp fyrir landshlutasamtökin á Norðurlandi vestra og Vesturlandi. Gagnagrunnur SSV er þegar aðgengilegur á heimasíðu samtakanna en gagnagrunnur SSNV verður settur á vef samtakanna á næstunni. Gagnagrunnarnir innihalda upplýsingar um innviði sveitarfélaganna sem verða þarna aðgengilegar á einum stað.