Tilnefningar til Eyrarrósarinnar

Sex ­verk­efni á lands­byggðinni hafa verið val­in á Eyr­ar­rós­arlist­ann 2017 og eiga þar með mögu­leika á að hljóta Eyr­ar­rós­ina í ár. Verkefnin sem hafa verið valin í ár eru Alþýðuhúsið á Sigluf­irði, Eistna­flug í Nes­kaupstað, List í ljósi á Seyðis­firði, Nes – Listamiðstöð á Skaga­strönd, Rúllandi snjó­bolti á Djúpa­vogi, og Vest­urfara­setrið á Hofsósi. Alls bár­ust alls 37 um­sókn­ir um Eyr­ar­rós­ina. Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Verk­efnið sem hlýt­ur Eyr­ar­rós­ina fær tvær millj­ón­ir króna í verðlaun en tvö önn­ur verk­efni á list­an­um hljóta 500 þúsund krón­ur.

Á meðal verkefna sem tilnefnd eru í ár er Nes-listamiðstöð á Skagaströnd og Vesturfarasetrið á Hofsósi.

Nes – listamiðstöð á Skaga­strönd var stofnuð árið 2008. Fjöl­marg­ir lista­menn hafa dvalið á Skaga­strönd frá opn­un listamiðstöðvar­inn­ar en þar er rými fyr­ir allt að 12 til­15 lista­menn í einu. Flest­ir dvelja þar einn til tvo mánuði í senn. Mánaðarleg­ir viðburðir eru í listamiðstöðinni með virkri þátt­töku heima­manna. Listamiðstöðin Nes hef­ur haft áhrif á nærsam­fé­lag sitt og gefið íbú­um á öll­um aldri og gest­um tæki­færi til að kynn­ast fjöl­breyttri list­sköp­un, bæði sem áhorf­end­ur og sem virk­ir þátt­tak­end­ur.

Vest­urfara­setrið hef­ur verið starf­rækt frá 1996 og er meg­in­til­gang­ur set­urs­ins að viðhalda og efla tengsl fólks af ís­lensk­um ætt­um sem bú­sett er í Kan­ada og Banda­ríkj­un­um og vill leita upp­runa síns á Íslandi. Vest­urfara­setrið aðstoðar einnig Íslend­inga í leit sinni að ætt­ingj­um í Vest­ur­heimi. Sýn­ing­ar hafa verið sett­ar upp í hús­næði Vest­urfara­set­urs­ins á Hofsósi sem eru all­ar til þessa falln­ar að varpa ljósi á sög­una og minn­ast þeirra fjöl­mörgu sem yf­ir­gáfu Ísland í leit að betra lífi á seinni hluta 19. ald­ar og í upp­hafi þeirra 20.