Til styrkhafa Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra

Núverandi aðstæður í samfélaginu geta sett styrkhöfum ýmsar skorður við framkvæmd sinna verkefna á næstu vikum og mánuðum.

 

Það er samt mikilvægt að styrkhafar gefist ekki upp við framkvæmd verkefnanna heldur hliðri til tímasetningum og geri þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að verkefnin komist í framkvæmd, ef mögulegt er, þó þeim seinki eitthvað.

 

Við hvetjum styrkhafa til að vera í góðu sambandi við starfsmenn sjóðsins og láta vita jafnóðum um breytingar á verkefnum og breyttar tímasetningar. Tillit verður tekið til þess ástands sem nú er og verður á næstu mánuðum varðandi greiðslur, eins þegar lokaskýrslur berast og verkefnin verða metin.