Startup Tourism - Kynningarfundur á netinu

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall þar sem allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu fá tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu. Kynningarfundur um Startup Tourism verður haldinn þann 24. nóvember kl 08:30-10:00 í Iðnó, Vonarstræti 3 í Reykjavík. Viðburðurinn verður einnig sendur út í beinni útsendingu á facebook síðu Startup Tourism - https://www.facebook.com/startuptourism/?fref=ts

Leitað er eftir verkefnum sem stuðla að dreifingu ferðamanna víðs vegar um landið, allan ársins hring og nýjum lausnum sem styðja innviði ferðaþjónustunnar.

Hraðallinn hefst 16. febrúar 2017 og fer fram í Reykjavík. 

Opið er fyrir umsóknir á www.startuptourism.is og umsóknarfrestur er til 16. janúar 2017.