Stærsta rannsóknarverkefni í ferðaþjónustu á Norðurlandi ýtt úr vör

SSNV er þátttakandi stærsta rannsóknarverkefni ferðaþjónustunnar á áfangastaðnum Norðurlandi. Samningur um verkefnið var undirritaður á dögunum en verkefnið er unnið af Markaðsstofu Norðurlands, Rannsóknarmiðstöð ferðamála og Háskólanum á Hólum.

 

Það er afar ánægjulegt að geta lagt þessu mikilvæga verkefni lið og verður spennandi að sjá niðurstöður þess í lok árs 2019.

 

Verkefnið er fjármagnað af Sóknaráætlun landshlutanna.

Sjá nánar frétt á heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands.