Sálfræðiþjónusta hefur aukist á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa látið vinna skýrslu um stöðu heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra. Skýrslan var unnin af Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri og var vinnsla hennar áhersluverkefni sóknaráætlana landshluta árið 2017.

Í skýrslunni er dregin saman staða heilbrigðisþjónustu í landshlutanum og borið saman við samanburðasvæði. Helsti munur á samanburðarsvæðinu (Vestfjörðum) og Norðurlandi vestra var sá að þar er skurðlæknir og fæðingarþjónusta sem ekki er til staðar á Norðurlandi vestra.  Nánast engir íbúar á Norðurlandi vestra eru í minna en klukkustundar fjarlægð frá sérhæfðu sjúkrahúsi með aðgang að skurðstofu. Annars staðar á landinu er hlutfallið frá 50-100%. Þess ber að geta að skurðstofa er til staðar á Sauðárkróki en hún er nánast eingöngu notuð í mjög einföld verkefni. Brýnt er að koma þeirri aðstöðu í betri not og um leið auka öryggi íbúa í landshlutanum.

Einnig kemur fram að sjúkraflutningar hafa aukist á svæðinu öllu. Sjúkrabílar eru staðsettir á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga (2 bílar á hverjum stað). Oft þarf að fara með sjúklinga langar leiðir og er á hætta á að upp komi mönnunarvandi.

Ánægjulegt er að sálfræðiþjónusta hefur aukist á svæðinu öllu en kallað er eftir þjónustu geðlækna og segir skýrsluhöfundur að það sé eitt brýnasta verkefið sem nú blasir við.

Skýrslan er aðgengileg hér.