Skráning hafin á Hönnunarmars 2017

Ert þú með hugmynd að sýningu eða viðburð fyrir HönnunarMars? Opnað hefur verið fyrir umsóknir um þátttöku á heimasíðu hátíðarinnar! Undirbúningur fyrir hátíðina er í fullum gangi en hún fer fram í níunda sinn dagana 23. – 26. mars 2017. Frestur til að skrá viðburði rennur út á miðnætti 17.janúar. 

HönnunarMars er uppskeruhátíð sem sameinar allar greinar íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Á hátíðinni fara fram viðskiptastefnumót, ný hönnun er frumsýnd og innblástur má sækja víða á sýningum, fyrirlestrum, uppákomum og innsetningum. 

  • Íslenskir hönnuðir og arkitektar, félagsmenn fagfélaganna níu sem eiga Hönnunarmistöð Íslands, verslanir og fyrirtæki sem selja eða framleiða íslenska hönnun bera uppi dagskrá hátíðarinnar.
  • Allar umsóknir um þátttöku eru teknar til yfirferðar af stjórn HönnunarMars sem velur viðburði í dagskrá.
  • Þátttakendur greiða fyrir skráningu viðburðar og innifalið í því er birting viðburðar í bækling og á dagskrársíðu honnunarmars.is og designmarch.is.

Sjá nánar hér.