Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr vinnustaðanámssjóði

Með breyttum verklagsreglum sjóðsins hefur verið leitast við að einfalda umsóknar- og styrkferlið fyrir fyrirtæki og stofnanir. Helstu breytingarnar eru:

  • Hver umsókn getur tekið til heils árs, en mest er hægt að sækja um styrk fyrir 48 vikur á hvern einstakling í vinnustaðanámi yfir árið, eða mest 24 vikur á hvorum árshelmingi. Starfsnámið sem um ræðir verður að rúmast innan almanaksársins. Veitt verða vilyrði fyrir styrk með fyrirvara um að skilyrði séu uppfyllt. Forsenda styrkveitingar er að fyrir liggi staðfestur náms- eða starfsþjálfunarsamningur.
  • Styrkir verða greiddir út í heilu lagi eftir að vinnustaðanámi er lokið. Með lokaskýrslu skal fyrirtæki eða stofnun senda umsýsluaðila afrit af staðfestum náms- eða starfsþjálfunarsamningi og launaseðlum þar sem það á við og er þá greiðsla innt af hendi.
  • Umsóknarfrestir verða alla jafna tvisvar sinnum á ári, í maí og nóvember, en eins og áður segir verður aðeins einn umsóknarfrestur í ár – ekki síst vegna þeirra miklu tafa sem orðið hafa á því að geta opnað fyrir umsóknir.

Frekari upplýsingar má nálgast hér.