Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr Tónlistarsjóði

Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslensku tónlistarfólki og tónsköpun þess skv. lögum nr. 76/2004 og reglum um úthlutun Tónlistarsjóðs nr. 125/2005.

Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- ogkynningardeild.

Nánari upplýsingar ásamt leibeiningum vegna umsókna er að finna á síðu Tónlistarsjóðs.

Umsóknum skal skilað í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís fyrir lok umsóknarfrests (sjá stuttar leiðbeiningar um umsóknarkerfið).

Styrkir úr Tónlistarsjóði skulu veittir til ákveðinna verkefna og að jafnaði ekki lengur en til eins árs í senn.

Umsóknarfrestur rennur út 15. maí 2017 kl. 17:00. Ekki er hægt að senda inn umsóknir eftir þann tíma.

Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári, í maí og nóvember.