Ræsing Skagafjarðar!

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Sveitarfélagið Skagafjörð og Kaupfélag Skagfirðinga efnir til samkeppni, Ræsingu Skagafjarðar, um góðar viðskiptahugmyndir í Skagafirði, þar sem einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að sækja um þátttöku í verkefninu.

Þátttakendur fá 10 vikur til að vinna viðskiptaáætlun fyrir verkefnin sín en á þeim tíma fá aðstandendur verkefnanna fræðslu og  mikinn stuðning verkefnisstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar auk fleirum við gerð viðskiptaáætlunarinnar og hugsanlega við vöruþróun og frumgerðasmíði.

Boðið verður m.a. upp á námskeið við gerð viðskiptaáætlana.

 

Allir geta sótt um þátttöku í verkefninu. Verkefnið leggur áherslur á viðskiptahugmyndir sem;

  • Eru atvinnuskapandi á svæðinu
  • Eru nýsköpun á svæðinu á einn eða annan hátt
  • Auka framboð á atvinnu fyrir fólk með háskólamenntun
  • Sem eru ekki í beinni samkeppni við önnur fyrirtæki á svæðinu
  • Með einstakling eða teymi bak við hugmyndina sem er hæft og tilbúið að vinna að hugmyndinni
  • Eru tæknilega framkvæmanlegar á þessum tímapunkti
  • Hafa raunverulegan markhóp sem hægt er að sækja á, innanlands eða erlendis

 

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.