Ráðstafanir á Hvammstanga vegna Covid-19

Skrifstofu SSNV á Hvammstanga hefur verið lokað fyrir gestakomum. Starfsmenn sem þar eru staðsettir eru sem fyrr boðnir og búnir til að veita þjónustu en nú aðeins í gegnum síma og tölvu. Er þetta gert í varúðarskyni og vonum við sannarlega að hægt verði að opna sem allra fyrst að nýju. Förum varlega á þessum undarlegum tímum. Með samstöðu og hlýhug munum við komast í gegnum þetta erfiða tímabil.