Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

Iceprotein fékk styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra 2018. Markmið verkefnisins var að kanna efnainnihald í vannýttum hlutum sæbjúgna og í affalli frá suðukatli við vinnslu þeirra, auk þess að safna upplýsingum um sáragræðandi eiginleika sæbjúgna. Hér að neðan má sjá viðtal við Stefaníu Sigurðardóttur.

 

Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 22. nóvember 2018.