Nýsköpunardagur 5. bekkjar í Skagafirði

Verðlaunagripirnir vour hannaðir af nemanda í 8.bekk  í Tinker Cad forritinu í iPad og prentaðir í þ…
Verðlaunagripirnir vour hannaðir af nemanda í 8.bekk í Tinker Cad forritinu í iPad og prentaðir í þrívíddarprentara.

Nýsköpunarkeppni 5. bekkjar í Skagafirði fór fram í mars og voru veitt verðlaun í 7 flokkum til framúrskarandi hugmynda. Nýsköpunardagur 5. bekkjar er liður í því að efla nýsköpun og frumkvöðlahugsun í skólastarfinu m.a. í tengslum við nýja Menntastefnu Skagafjarðar. Ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi í upplýsingatækni og nýsköpun, stýrði verkefninu ásamt umsjónarkennurum 5. bekkja grunnskólanna.

Í dómnefnd sátu þau Kolfinna Kristínardóttir, ráðgjafi á sviði nýsköpunar hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir framkvæmdastjóri Eims og Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri atvinnu-, menningar- og kynningarmála hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.

Nánari upplýsingar um keppnina og sigurvegara má finna á heimasíðu Skagafjarðar.