Mikill áhugi á störfum hjá SSNV

(c) Lukas/Pexels
(c) Lukas/Pexels

Á dögunum voru tvö störf hjá SSNV auglýst til umsóknar. Annars vegar starf atvinnuráðgjafa með áherslu á nýsköpun og hins vegar starf við bókhald og almenn skrifstofustörf. Umsóknarfrestur rann út 7. júní. Alls bárust 34 umsóknir um starf atvinnuráðgjafa en 36 umsóknir vegna bókhalds- og skrifstofustarfs.

 Afar ánægjulegt er að sjá þennan mikla áhuga á störfum á Norðurlandi vestra.

 Úrvinnsla umsókna stendur nú yfir.