Loftslagsvænn landbúnaður

Í febrúar og mars verða haldin heilsdags námskeið í loftslagsvænum landbúnaði víða um land. Þar mun bændum og öðrum landeigendum gefast kostur á að efla þekkingu á loftslagsmálum. Farið verður yfir aðgerðir til að draga úr kolefnisspori landbúnaðarins, með breyttri landnýtingu, ræktun, áburðarnotkun og fóðrun, auk kolefnisbindingar. Kennarar á námskeiðinu koma frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Landgræðslunni og Skógræktinni.

Námskeiðsgjaldið verður 12 þúsund á hvern þátttakanda og innifalið er léttur hádegisverður.

Námskeiðin njóta fjárhagslegs stuðnings frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu og Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Námsskeiðsstaðir eru eftirfarandi: 

  • 24. febrúar – Hvanneyri (Ásgarður)
  • 25. febrúar – Höfn Hornafirði (Nýheimar)
  • 26. febrúar – Selfoss (Fjölheimar)
  • 26. febrúar – Egilsstaðir (Hótel Valaskjálf)
  • 27. febrúar – Tjarnarlundur í Saurbæ
  • 4. mars – Eyjafjörður (Hótel Natur, Þórisstöðum)
  • 4. mars – Hvolsvöllur (Hvoll)
  • 5. mars – Sauðárkrókur (Farskólinn)
  • 5. mars – Ísafjörður (Skógræktin (fjarnámskeið))
  • 6. mars – Hótel Laugarbakki í V-Hún
  • 10. mars – Kópasker (Fjallalamb)

 

Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu rml.is.