Loftbrú. Loksins, loksins, en.....

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á kynningarfundi um Loftbrú í flugst…
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á kynningarfundi um Loftbrú í flugstöðinni á Egilsstöðum.

SSNV átti fulltrúa í samráðshópi nokkurrra af atvinnuþróunarfélögunum, sem snemmsumars 2017 hófu vinnu um að auka þrýsting á yfirvöld að skoða endurgreiðslukerfi fyir innanlandsfllug fyrir íbúa landsbyggðarinnar að fyrirmynd Skota. Í kjölfar velheppnaðs málþings þá um haustið þar sem málið var reifað frá öllum hliðum fór boltinn að rúlla og nú þremur árum og einhverjum nefndum síðar er verkefnið á áfangastað. Fyrsta útfærsla þess var kynnt í dag undir nafninu "Loftbrú" af Sigurði Inga Jóhannsssyni ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa lagt áherslu á uppbyggingu Alexandersflugvallar og áætlunarflug þangað, m.a. í samgönguáætlun landshlutans frá árinu 2018 . Þar var meðal annars lögð áhersla á að völlurinn yrði hluti af þeim áformum sem þá voru uppi um þá leið sem nú er orðin að veruleika með Loftbrú Þetta verður að teljast stórt mál fyrir landsbyggðina og verður fróðlegt að sjá hvort með því skapist grundvöllur fyrir flug til og frá Sauðárkróki á nýjan leik.