Landstólpinn – árleg viðurkenning Byggðastofnunar

Á ársfundi Byggðastofnunar þriðjudaginn 25. apríl n.k. sem haldinn verður í Miðgarði í Skagafirði verður í sjöunda sinn veitt samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, Landstólpinn.

Óskað er eftir tillögum um handhafa þessarar viðurkenningar. Það gerist með því að send er inn tilnefning um verðuga handhafa Landstólpans og senda má eins margar tilnefningar og viðkomandi vill. Tilnefningarnar þurfa að berast eigi síðar en þriðjudaginn 28. febrúar og mega gjarnan sendast á netfangið landstolpinn@byggdastofnun.is

 

Sjá nánar hér.