Kortavefsjá SSNV

Á heimasíðu SSNV er að finna gagnagrunn sem inniheldur upplýsingar um innviði sveitarfélaganna sem eru aðgengilegar á einum stað. Tilgangur gagnagrunnsins er meðal annars að veita innviðaupplýsingar um svæðið sem nýtast væntanlegum fjárfestum. Hvítárós ehf. sér um uppfærslur og viðhald á gagnagrunninum og sá jafnframt um að setja hann upp fyrir landshlutasamtökin. Gagnagrunnurinn er aðgengilegur á heimasíðu samtakanna undir flipanum Kortavefsjá SSNV

Kortavefsjáin er í sífelldri vinnu og er tekið á móti ábendingum um það sem betur má fara eða upplýsingar sem vantar á ssnv@ssnv.is.