Í fréttum er þetta helst – mars 2021

Helstu verkefni marsmánaðar fyrir utan hefðbundna atvinnuráðgjöf, aðstoð við styrksumsóknir - sem hefur verið mikið um vegna fjölda styrkjamöguleika sem eru í boði núna. Ratsjáin fyrir ferðaþjónustu og tengd fyrirtæki er í fullum gangi sem og Evrópuverkefnið Digi2Market. Jafnframt stendur undirbúningur fyrir Hacking Norðurland viðskiptahraðalinn sem hæst. Einnig var sem fyrr unnið að gerð umsagna um þingmál, tekið þátt í hinum ýmsu fundum um hagsmunamál sveitarfélaganna á starfssvæðinu, o.s.frv.