Hlaðvarpið Fólkið á Norðurlandi vestra - Ólína Sif Einarsdóttir

Nýr þáttur af hlaðvarpinu Fólkið á Norðurlandi vestra er kominn út. Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er grafíski hönnuðurinn Ólína Sif Einarsdóttir.

Ólína er nýlega flutt aftur heim á Sauðárkrók eftir nám í grafískri hönnun í Bandaríkjunum. Hún starfar nú sem sjálfstætt starfandi hönnuður undir nafninu ÓE Design. Meðal þeirra verkefna sem hún sinnir eru lógó hönnun, nafnspjöld, uppsetning á auglýsingum og bæklingum. 

Árið 2019 var farið af stað með hlaðvarpsþættina Fólkið á Norðurlandi vestra. Framleiddir voru um 30 þættir sem vöktu mikla athygli og fengu góða hlustun. Við endurvekjum nú hlaðvarpið og stefnum á að birta þætti hálfsmánaðarlega með viðtölum við áhugaverða einstaklinga á Norðurlandi vestra sem eru að sýsla við áhugaverða hluti. 

Þættirnir eru aðgengilegir á podbean, inn á helstu hlaðvarpsveitum og á heimasíðu SSNV.