Hlaðvarpið Fólkið á Norðurlandi vestra - Kristinn Gísli Jónsson

Nýr þáttur af hlaðvarpinu Fólkið á Norðurlandi vestra er kominn út. Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er landsliðskokkurinn Kristinn Gísli Jónsson.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kristinn unnið fjölda verðlauna í matreiðslu og unnið á flottustu veitingastöðum landsins. Í hlaðvarpsþættinum segir hann okkur frá ævintýrum sínum sem kokkur en hann snéri aftur heim í Skagafjörð í heimsfaraldrinum og matreiðir nú á dögunum á Gránu Bistro á Sauðárkróki.

Árið 2019 var farið af stað með hlaðvarpsþættina Fólkið á Norðurlandi vestra. Framleiddir voru um 30 þættir sem vöktu mikla athygli og fengu góða hlustun. Við endurvekjum nú hlaðvarpið og stefnum á að birta þætti reglulega með viðtölum við áhugaverða einstaklinga á Norðurlandi vestra sem eru að sýsla við áhugaverða hluti. 

Þættirnir eru aðgengilegir á podbean, inn á helstu hlaðvarpsveitum og á heimasíðu SSNV.