Hlaðvarp SSNV endurvakið

Árið 2019 var farið af stað með hlaðvarpsþætti sem báru yfirskriftina Fólkið á Norðurlandi vestra. Framleiddir voru um 30 þættir sem vöktu mikla athygli og fengu góða hlustun.

 

Við endurvekjum nú hlaðvarpið og stefnum á að birta þætti hálfsmánaðarlega með viðtölum við áhugaverða einstaklinga á Norðurlandi vestra sem eru að sýsla við áhugaverða hluti. Nýjasti þátturinn er upptaka af samtali sem við áttum við Hólmfríði Sveinsdóttur, ráðgjafa á sviði nýsköpunar hjá Mergi ráðgjöf, í tengslum við viðtalsröðina Spjallað um landbúnað sem send var út á facebook síðu SSNV í byrjun febrúar. Hólmfríður hefur mikla reynslu af frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi og hefur smitandi eldmóð fyrir þeim tækifærum sem í nýsköpun felast.

 

Þættirnir eru aðgengilegir á podbean, inn á helstu hlaðvarpsveitum og á heimasíðu SSNV.