Framtíð Norðurlands vestra rædd

Dagana 20. og 21. ágúst voru haldnir íbúafundir á Hótel Laugarbakka, í Eyvindarstofu á Blönduósi og í Ljósheimum í Skagafirði í tengslum við vinnu við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. Mæting var hin besta og sköpuðust góðar umræður um framtíð og möguleika landshlutans. Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum er annálaður hagyrðingur og skellti fram vísu á fundinum í Eyvindarstofu á Blönduósi:

 

Sóknarfæri

 

Afar lítt að ykkur lýg

enn er gæfan treg.

Hættum öllum hrepparíg

Og höldum fram á veg.

 

Stór íbúafundur fyrir alla íbúa Norðurlands vestra verður haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði kl. 13-17 þann 3. september. Við hvetjum alla sem hafa góðar hugmyndir um hvernig efla má landshlutann okkar til að mæta og leggja sitt af mörkum.