Fólkið á Norðurlandi vestra - nýr þáttur í loftinu

Karen Helga Steinsdóttir býr í Víkum á Skaga í Skagabyggð ásamt Jóni manni sínum og syni þeirra. Svo eiga þau von á öðru barni í sumarlok. Auk þess að reka sauðfjárbú er Karen sveitarstjórnarmaður og líklega með yngri slíkum á landinu aðeins 24 ára gömul. Karen segir okkur frá lífinu í Víkum og hvernig það er að vera sveitarstjórnarmaður í 97 manna sveitarfélagi. 

p.s. Það er gaman að segja frá því að í millitíðinni n.t.t. 4. ágúst s.l. fæddist þeim Karen og Jóni sonur og óskum við þeim innilega til hamingju.
Hundrað íbúa mörkin er innan seilingar.....

Þátturinn er hér