Fjöldi umsókna barst í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra rann út 20. nóv. sl. Alls bárust 113 umsóknir þar sem óskað er eftir 170 millj. kr. í styrki. Til úthlutunar eru rúmar 70 millj. kr.

Umsóknirnar eru núna til umfjöllunar hjá úthlutunarnefnd og fagráðum. Búast má við að svör berist umsækjendum um miðjan janúar.