Farskólinn útskrifar nemendur af námskeiðinu Beint frá Býli

Þann 6. júní sl. útskrifaði Farskólinn við hátíðlega athöfn 15 nemendur sem tekið hafa þátt í náminu Beint frá Býli sl. vetur. Útskriftin var haldin á Blönduósi og buðu nemendur upp á smakk af þeim framleiðsluvörum sem þróast hafa á námskeiðstímanum, svo sem kæfur, pylsur, hrápylsur, reykta nautatungu, paté og þurrkað kjöt („beef jerky“). Námskrá námskeiðsins er sérstaklega aðlöguð að bændum sem vilja auka heimavinnslu afurða sinna og selja beint frá býli. Samstarfsaðilar Farskólans í verkefninu voru meðal annars BioPol á Skagaströnd en námsmenn fengu, hver og einn, einn dag í Vörusmiðju BioPol til að þróa og vinna afurðir sínar.

Verkefnið er samstarfsverkefni sem stuðlar að samstarfi aðila á svæðinu og aukinni verðmætasköpun með fullvinnslu afturða.

Verkefnið var áhersluverkefni sóknaráætlunar Norðurlands vestra.