Ertu með hugmynd?

Góð þátttaka var á ör-ráðstefnunni Ertu með hugmynd? sem send var út í beinu streymi á facebook síðu samtakanna. Hátt í 70 manns fylgdust með streyminu. Efni ör-ráðstefnunnar var hugmyndir, hvernig áttu að koma þeim í framkvæmd, hvaða fjármögnunarleiðir eru í boði og hvernig er stuðningsumhverfið. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, flutti opnunarávarp og stýrði viðburðinum. Haukur Guðjónsson, rað-frumkvöðull og frumkvöðlaþjálfi, fór yfir það hvernig fólk fær hugmyndir, hvernig á að vinna með þær og hvernig á að koma þeim í framkvæmd. Sunna Halla Einarsdóttir, icelandic Startups, var næst á dagskrá og fór hún yfir stuðningsumhverfi frumkvöðla; þú ert komin/n með hugmyndina en hvaða leiðir eru til að koma henni áfram. Fór hún m.a. yfir þá frumkvöðlahraðla og nýsköpunarkeppnir sem eru í boði. Að lokum fengum við Esther Ágústsdóttur, Kakalaskála, til að fara með okkur í gegnum hvernig ferlið við fjármögnun í gegnum KarolinaFund gengur fyrir sig. En þau hjá Kakalaskála fjármögnuðu verkefni í gegnum þá síðu sem gekk einstaklega vel.

 

Við hjá SSNV þökkum fyrirlesurum kærlega fyrir sitt framlag, áhorfendum fyrir að fylgjast með og hlökkum til að fylgjast með nýjum hugmyndum verða að veruleika.
Upptöku af viðburðinum má nálgast hér að neðan.