Aukinn stuðningur við styrkhafa

Eitt af áhersluverkefnum SSNV frá 2017 er að styðja betur við styrkhafa Uppbyggingarsjóðs og Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs, þar sem þörf er á, í formi utanaðkomandi ráðgjafar eða sérfræðiþjónustu. Markmið verkefnisins er að auka líkur á góðum árangri verkefna sem styrkt eru með framlögum frá Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar og Atvinnu - og nýsköpunarsjóði Norðurlands vestra. 

Styrkhöfum sjóðanna tveggja frá 2017 og 2018 stendur því til boða aukinn stuðningur á þeim sviðum sem helst er þörf á. Stuðningurinn getur verið á formi ráðgjafar eða námskeiða. Vinsamlegast hafið samband við Sveinbjörgu Pétursdóttur, atvinnuráðgjafa SSNV, á sveinbjorg@ssnv.is fyrir frekari upplýsingar.