AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI Í FRAMKVÆMDASJÓÐ FERÐAMANNASTAÐA

Framkvæmdasjóðurinn styrkir verkefni sem uppfylla a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum:

  1. Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum.
  2. Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.
  3. Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda á ferðamannastöðum eða á náttúruverndarsvæðum.

Nánar á umsóknasíðu

Á upplýsingasíðu um umsóknir er að finna allar nánari upplýsingar, m.a.:

  • Hvaða verkefni sjóðurinn styrkir ekki
  • Kröfur um mótframlag
  • Hvaða gögnum þarf að skila með umsókn
  • Áherslur og ábendingar til umsækjenda
  • o.fl.