Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar

Nýverið samþykkti Alþingi aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og yfirvofandi atvinnuleysis og samdráttar í hagkerfinu. 

Þar hefur minjavarslan m.a. fengið úthlutað 100 milljónum í húsafriðunarsjóð og 50 milljónum er úthlutað í skráningu menningararfs. Upplýsinga um nánari útfærslu á veitingu fjármagnsins, s.s. skiptingu fjármagns í skráningu menningararfs, er að vænta á næstu dögum og mun Minjastofnun þá greina betur frá því. 

Fyrir úthlutunina hafði Minjastofnun lagt áherslu á að mikilvægt væri að styrkja verkefnin sem teljast hvað brýnust þessa stundina í minjavörslu, en þau eru fornminjasjóður, húsafriðunarsjóður, fornleifaskráning og strandminjar.