Breytingar á Blönduósi

Um árabil hafa Textílsetur Íslands og Þekkingarsetrið verið rekin á Blönduósi með aðskildar stjórnir. Starfsemi beggja eininga hefur verið í sama húsi og því eðlilega samlegðaráhrif af rekstri þeirra. Sú breyting var gerð á nýju ári rekstur Textílseturs og Þekkingarsetursins var samþættur og við það varð til Textílmiðstöð Íslands – Þekkingarsetur á Blönduósi. Samþættingin felst í því að fulltrúaráð og stjórnir beggja stofnana eru sameinaðar og var ný stjórn kosin samkvæmt nýjum skipulagsskrám 8. janúar 2019. 

 

Við þessa breytingu var opnuð ný heimasíða, textilmidstod.is þar sem sameinaðar voru fjórar síður, síða Þekkingarsetursins, tsb.is, síða Textílssetursins, textilsetur.com, og ensk og íslensk síða fyrir Prjónagleði, knittingfestival.is og prjonagledi.is. Aðgengi að uplýsingum um starfsemina er því mun betra en áður var og má nálgast þær á einum stað á bæði íslensku og ensku.

 

Ný stjórn Textílmiðstöðvar, þekkingarseturs og Textíllistamiðstöðvar er skipuð eftirfarandi aðilum:

 

  • Stjórnarformaður: Karl Friðriksson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  • Ritari og varaformaður: Hulda Brynjólfsdóttir, Uppspuni
  • Helga Sigurbjörnsdóttir, Heimilisiðnaðarfélag Íslands
  • Katrín María Káradóttir, Listaháskóli Íslands
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra