Almenningssamgöngur innan Norðurlands vestra – fýsileikakönnun

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hafa gert með sér samstarfssamning um vinnu við skoðun á fýsileika þess að koma á fót almenningssamgöngum a vinnusóknarsvæðum á Norðurlandi vestra. Markmiðið með verkefninu er að komast að því hvort þörf sé á almenningssamgöngum í landshlutanum og þá hverjir myndu helst nýta sér þær, milli hvaða staða og hvernig mætti útfæra þær svo þær nýtist sem best. Verkefnið er framkæmt með stuðningi úr lið A-10 í byggðaáætlun – Almenningssamgöngur um land allt, en samtökin hlutu styrk til verkefnisins á dögunum. Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyri í mars 2021 með fyrirvara um ófyrirsjáanlegar tafir vegna heimsfaraldurs eða annarra óviðráðanlega orsaka.

 

Þeir íbúar sem hafa ábendingar varðandi möguleika á almenningssamgöngum á svæðinu eru hvattir til að senda ábendingar á ssnv@ssnv.is