Aðstoðarmatráður Heilbrigðisstofnun Vesturlands - Hvammstanga

Hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga er staða aðstoðarmatráðs laus til umsóknar.

Um er að ræða 40% starf aðstoðarmatráðs í eldhúsi. Um dagvinnu er að ræða, unnið virka daga og aðra hverja helgi. Vinnutími frá kl. 08-16. Aðstoðarmatráður vinnur vaktir á móti yfirmanni eldhúss.

Miðað er við að starfsmaður hefji störf 1. ágúst 2019, eða eftir nánara samkomulagi.

Hæfnikröfur

  • Jákvæðni og góð samskiptahæfni
  • Snyrtimennska og stundvísi
  • Góð íslenskukunnátta
  • Reynsla af matráðsstörfum er kostur

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir Aldís Olga Jóhannesdóttir svæðisfulltrúi HVE á Hvammstanga, aldis.johannesdottir@hve.is / sími 432 1300.

Umsóknarfrestur er til 24. maí 2019. Umsóknum skal skilað á fyrrgreint netfang eða bréfleiðis að Nestúni 1, 530 Hvammstanga.