20 ára afmæli skíðasvæðisins Tindastóli og vígsla nýrrar lyftu

Þann 2. febrúar 2020 var haldið upp á að 20 eru liðin frá því að skíðasvæði AVIS í Tindastóli var tekið í notkun. Við það tækifæri var jafnframt vígð ný lyfta sem tekur við þar sem eldri lyftu sleppir og liggur upp á topp, endar í alls 903 metra hæð. Nýja lyftan gjörbreytir aðstöðu til skíðaiðkunar í fjallinu og með henni verða til einar lengstu skíðabrekkur landsins. Útsýni á toppnum er auk þess einstakt.

 

Við vígslu nýju lyftunnar héldu Sigurður Bjarni Rafnsson formaður skíðadeildarinnar og Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar tölu auk þess sem séra Sigríður Gunnarsdóttir blessaði skíðasvæðið.

 

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra styrktu uppsetningu nýju lyftunnar um 10 milljónir króna.